Laugardagur 1. október 2011 kl. 20:04

Var að deyja úr stressi

„Ég var að deyja úr stressi að þurfa að sitja á bekknum síðustu 15 mínúturnar og heyra það að Grindvíkinar væru að vinna í Eyjum,“ segir Einar Orri Einarsson, leikmaður Keflavíkur, eftir sigur á Þór í dag. Hann sagði úrslitin klárlega léttir, því með sigrinum tryggði Keflavík sæti sitt í efstu deild.