Vantar sex milljónir í orgelsjóðinn
- Hár og skegg organistans boðið til sölu til að afla fjár í sjóðinn
Keflavíkurkirkju vantar í dag um sex milljónir króna í orgelsjóð kirkjunnar svo hægt sé að ráðast í endurnýjun á orgeli kirkjunnar. Endurbætt orgel kostar 25 milljónir króna en fyrir helgi höfðu safnast 19 milljónir.
Í sumar var ráðist í átak til að safna peningum í sjóðinn þegar Kóngar fóru hjólandi í allar kirkjur á Suðurnesjum og brustu í söng um leið og áheitum var safnað.
Þá hefur séra Erla Guðmundsdóttir sóknarprestur boðið hár og skegg Arnórs organista Vilbergssonar til sölu. 500.000 kr. fyrir hárið og annað eins fyrir skeggið.
Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta kynnti sér söfnun fyrir endurbættu orgeli í síðasta þætti. Hér að ofan má sjá innslagið.
Kóngar brustu í söng í Útskálakirkju.
Áheitum safnað í þar til gerðan bauk undir gafli á Grindavíkurkirkju í sumar.