Valur Orri: Mig langaði að taka þetta skot
Valur Orri Valsson átti hvað stærstan þátt í því að Keflvíkingar sigruðu Stjörnumenn í öðrum leik liðanna sem fram fór í Sláturhúsinu í kvöld en hann setti niður mikilvæga þriggja stiga körfu þegar 56 sekúndur lifðu af leiknum. Valur ræddi við Víkurfréttir í lok leiks en risastóra þriggja stiga körfu hans má sjá í myndskeiðinu hér að neðan.