Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 27. febrúar 2020 kl. 20:30

Valdimar, Már, tvítug Reykjaneshöll og gott grín úr Grindavík

Það er áhugaverður þáttur af Suðurnesjamagasíni á dagskrá þessa vikuna. Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður er í ítarlegu viðtali og segir sögur úr bransanum. Við ræðum einnig við Má Gunnarsson sem heldur tónleika í Hljómahöll á næstunni. Reykjaneshöllin er tvítug um þessar mundir og við heyrðum í þjálfara sem segir aukinn fjölda atvinnumanna í knattspyrnu m.a. höllinni að þakka. Þá sjáum við gott grín úr Grindavík í þættinum.