Miðvikudagur 14. mars 2018 kl. 19:54

„Væri ég dauð útí hrauni með stelpurnar mínar?“

Þóra Stína, íbúi í Reykjanesbæ, birtir sláandi myndband úr umferðinni á Reykjanesbraut í dag á fésbókarsíðu sinni og einnig í hópnum Stopp - hingað og ekki lengra.
 
„Fór í bæinn í dag og á heimleið mátti litlu muna að ég fengi þennan ökuníðing framan á mig, ég var með börnin mín í bílnum og er ekki að spyrja af leiksslokum hefði ég ekki verið með hugan við aksturinn. Þetta er daglegt brauð að svona gerist og ég þakka fyrir hverja ferð sem að ég kemst heil á húfi þegar ég keyri Reykjanesbrautina,“ skrifar hún og bætir við.
 
„Hvenær mun næsta slys verða? Hvenær verður gert eitthvað við þessa dauðagildru? Hvenær ætli ég hætti að vera heppin og deyji í umferðarslysi útaf ökuníðingi sem að lá svo lífið á að hann ákvað að taka mitt líf í vítaverðum akstri? Ég vona þess innilega að þessi ökuníðingur sé hér inni og sjái þetta og skammist sín að hafa lagt mig og börnin mín í lífshættu. Og ef þið þekkið viðkomandi að pikka í og spyrja bara hvort að svona glæfraskapur sé virkilega þess virði að taka sjénsinn. Heppin í dag. En á morgun? Ef ég hefði ekki vikið og ákveðið bara að taka sjénsinn að viðkomandi hefði gefið eftir hvað þá? Væri ég dauð útí hrauni með stelpurnar mínar?
 
Hættið að flýta ykkur, það eru mannslíf í húfi“, skrifar Þóra Stína.