Sunnudagur 27. nóvember 2011 kl. 17:29

Útskrifa tæknifræðinga á þremur árum

Formleg opnun á verklegri aðstöðu tæknifræðináms Keilis fór fram nú fyrir helgi. Við opnunina var meðal annars kynning á uppbygginu og markmiðum háskólanáms í tæknifræði hjá Keili, kynning á orkurannsóknum, nemendaverkefni, o.fl.

Við þetta tækifæri tóku Víkurfréttir viðtal við Karl Sölva Guðmundsson, forstöðumann orku- og tækniskóla Keilis þar sem hann lýsir því námi sem fram fer við skólann. Þar kemur fram að tæknifræðingar eru útskrifaðir eftir þriggja ára nám hjá Keili.

Viðtalið er í meðfylgjandi myndskeiði í Sjónvarpi Víkurfrétta.