Útiloka samstarf við D-listann
„Við þurfum að að endurskoða rekstur og fjármál Reykjanesbæjar. Það er númer eitt. Númer tvö er að skapa atvinnu fyrir fólkið sem er atvinnulaust og við hyggjumst gera það á marga vegu. Í fyrsta lagi með samstarfi við hin sveitarfélögin. Það er lykilatriði svo við getum unnið saman sem eitt atvinnusvæði. Í öðru lagi ætlum við að opna atvinnuskrifstofu sem mun sérstaklega sinna frumkvöðlum og smærri fyrirtækjum. Það hefur komið í ljós að hingað kemur mjög lítið af styrkjum til atvinnulífsins, því miður. Og það eru engir starfsmenn sem sinna þessum þætti atvinnulífsins hér á Suðurnesjum. Síðan styðjum við að sjálfsögðu gagnaverið og álverið.“ Þetta segir Friðjón Einarsson, leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta. Viðtalið má horfa á í heild sinni hér.