UPPTAKA - Drift og Rallý frá Keflavíkurhöfn
- Sjáið m.a. árekstur á mínútu 59:54 í meðfylgjandi myndskeiði
Sjónvarp Víkurfrétta verður með beina útsendingu frá Keflavíkurhöfn í kvöld. Þar verður ein sérleið í rallkeppni sem Akstursíþróttafélag Suðurnesja stendur fyrir.
Dagskrá við Keflavíkurhöfn hefst um kl. 19:30 með drifti á hafnarsvæðinu en ræst verður í sérleiðina kl. 20:00. Fjórtán áhafnir eru skráðar til keppni og þar af eru fimm frá Suðurnesjum.
Sjónvarp Víkurfrétta verður með beina útsendingu af efstu hæð við Pósthússtræti en þar er gott útsýni yfir hafnarsvæðið þar sem akstursíþróttinar fara fram. Sýnt verður frá einni myndavél sem mun fylgja bílum eftir í brautinni.
Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér að ofan en gert er ráð fyrir að útsending hefjist kl. 19:30 og standi þar til síðasti bíll hefur lokið keppni.