Uppgerður 70 ára gamall bíll
Guðni Ingimundarson keypti happdrættismiða hjá SÍBS fyrir sjötíu árum og gaf Sigurjónu, dóttur sinni, sem þá var þriggja ára. Heppnin var með þeim því þau unnu nýjan Renault Juvaquatre. Bíllinn hefur verið í eigu fjölskyldunnar síðan og undanfarin misseri hefur Ásgeir Hjálmarsson, eiginmaður Sigurjónu, gert bílinn upp og er hann hinn glæsilegasti. Við kíktum í Garðinn í braggann til Ásgeirs á dögunum og hittum þar fyrir Guðna sem oft er kenndur við Garðsstaði.