Uppbygging Ásbrúar og Skref fyrir skref
- í Sjónvarpi Víkurfrétta þessa vikuna
Þriðji þáttur Sjónvarps Víkurfrétta á árinu 2016 er kominn á vefinn í HD.
Í þætti vikunnar kynnum við okkur stöðuna í uppbyggingu Ásbrúar en síðar á þessu ári eru liðin 10 ár frá brotthvarfi Varnarliðsins. Síðan þá hefur ýmislegt gerst á gamla varnarsvæðinu sem heitir Ásbrú í dag.
Í síðari hluta þáttarins kynnum við okkur verkefni sem Skref fyrir skref vinnur með evrópskum nemendum m.a. á veitingahúsinu Vitanum í Sandgerði.
Þá er fréttapakki frá Suðurnesjum þar sem farið er yfir helstu tíðindi síðustu daga á svæðinu. Í lok þáttarins skoðum við svo myndlistarsýningu í safnahúsum Duus í Reykjanesbæ.