Unnið að rýmingaráætlun fyrir Suðurnes - litlar líkur á rýmingu
Rýmingaráætlun vegna náttúruhamfara liggur fyrir vegna Grindavíkur en unnið er að áætlun fyrir önnur sveitarfélög á Suðurnesjum. Hún ætti að vera tilbúin í næstu viku. Lögreglan á Suðurnesjum er þó viðbúin ef bregaðst þarf við strax. Hins vegar eru taldar hverfandi líkur á því að grípa þurfi til rýminga á Suðurnesjum verði eldgos.
Víkurfréttir ræddu við Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóra á Suðurnesjum nú áðan og sjá má viðtalið í spilaranum hér að ofan.