Ungar út Bláalóns-æðarfugli í Grindavík
Í mörg ár hefur æðarfuglinn verpt eggjum við Bláa Lónið. Æðarfugl er stór kafönd sem heldur sig nær eingöngu á og við sjó og er algengasta önd landsins. Þegar ungarnir klekjast úr eggjunum við Bláa Lónið vandast málið. Frá þessu er greint í frétt á vef Grindavíkurbæjar.
Ekkert æti er þar fyrir æðarungana. Til að komast í æti, sem er sjávarfang, þarf fuglinn að ferðast tæpa 6 km yfir úfið hraunið og ljóst að aðeins þeir allra sterkustu munu lifa það ferðalag af.
Hallgrímur Hjálmarsson hefur frá blautu barnsbeini verið í senn mikill dýravinur og náttúruunandi. Honum er sannarlega umhugað um lífríkið á svæðinu og það tók á að sjá hversu illa hafði gengið undanfarin ár, fyrir æðafuglinn að koma upp ungum á vatnsstæðinu við Bótina.
Hér má sjá fréttina í heild sinni með fleiri myndum á vef Grindavíkurbæjar.
Í lok myndbandsins sem fylgir fréttinni má sjá þegar unginn, sem syndir aftast bregst við rödd Hallgríms þegar hann kallar á systurson sinn sem var með í för.
Skjáskot úr myndskeiðinu með fréttinni.