U2 MESSA í beinu streymi kl. 20:00
Kór Keflavíkurkirkju ásamt hljómsveit flytur U2 MESSU sunnudagskvöldið 3. september kl. 20:00 í Keflavíkurkirkju. Ókeypis aðgangur er að viðburðinum. Fyrir fólk sem ekki á heimangengt verður tónleikunum streymt á Facebooksíðu Keflavíkurkirkju og á vef Víkurfrétta vf.is.
Arnór B. Vilbergsson annaðist útsetningar og stjórnar kór Keflavíkurkirkju. Hljómsveitina skipa Sólmundur Friðriksson á bassa, Þorvaldur Halldórsson á trommur og Þorvaldur Ólafsson á gítar.
Streymið hefst nokkrum mínútum áður en tónleikarnir hefjast en gert er ráð fyrir að tónleikarnir taki um klukkustund.