Trausti: Í bæjarstjórn til að vinna að góðum hlutum
Trausti Björgvinsson, oddviti Pírata, segir kjördag leggjast vel í sig og segist eiga von á góðu kvöldi. Trausti segir að Píratar séu að fara í bæjarstjórn til að vinna að góðum hlutum fyrir bæjarfélagið. Í meðfylgjandi viðtali ræðir hann m.a. um það upphlaup sem varð í framboðinu nú í vikunni þegar fimm af frambjóðendum Pírata í Reykjanesbæ tilkynntu að þeir muni ekki vinna með framboðinu eftir kosningar.