Tónlistartengt Suðurnesjamagasín þessa viku
Suðurnesjamagasín okkar hjá Víkurfréttum er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 20:00. Við verðum á tónlistarnótum í þessum þætti. Aðal viðfangsefni þáttarins eru hjónin Atli Geir og Gígja úr Grindavík. Þau syngja með ungmennakórnum Vox Felix sem vakið hefur mikla athygli eftir að hafa komist í úrslit Kóra Íslands. Við tökum einnig hús á ungum rappara úr Grindavík en byrjum þáttinn með Arnari Dór og Heru Björk sem halda jólatónleika í Keflavíkurkirkju.
Suðurnesjamagasín er einnig aðgengilegt hér á vef Víkurfrétta frá kl. 20:00 á fimmtudagskvöldum. Eldri þætti má sjá á Youtube-rás Sjónvarps Víkurfrétta.