Laugardagur 10. september 2011 kl. 13:15

Tónlistarfólk í toppklassa

Suðurnesjamenn eiga tónlistarfólk í toppklassa. Það sannaðist á hátíðartónleikum Ljósanætur, Með blik í auga, sem fluttir hafa verið þrívegis í Andrews-leikhúsinu á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Stórhljómsveit undir stjórn Arnórs Vilbergssonar var óaðfinnanleg og sama má segja um allt söngfólkið, sem einnig kom af Suðurnesjum. Öll umgjörð tónleikanna var einnig verk Suðurnesjamanna og öll vinna á bakvið tjöldin, ef svo má að orði komast. Aðeins einn hljóðmaður kom ekki af Suðurnesjum, en hann mun vera heitur fyrir þeirri hugmynd að flytja til Suðurnesja.

Í meðfylgjandi myndskeiði eru upphafstónar hátíðartónleikanna Með blik í auga, þar sem Stórhljómsveit Arnórs Vilbergssonar tekur syrpu laga frá árunum 1950 til 1970.