Tommi í Festi og „leynigjóska“ í Suðurnesjamagasíni
Tómas Tómasson veitingamaður eða Tommi í Festi, eins og Grindvíkingar þekkja hann, er í skemmtilegu viðtali við Suðurnesjamagasín í þessari viku þar sem hann segir skemmtilegar sögur af Suðurnesjum, þegar hann vann í gömlu flugstöðinni, rak félagsheimiðið Festi í Grindavík og opnaði Tommaborgara í Keflavík.
Við förum líka í FS og ræðum við kennara og nemendur sem rannsökuðu gjóskufall frá eldstöðinni á Fagradalsfjalli. Þá fáum við innslag frá Fjörheimum en ungmennin skelltu sér í sund.
Suðurnesjamagasín er á Hringbraut kl. 19:30 á fimmtudagskvöldum.