Tökulag fyrir Víkurfréttir nálgast kvartmilljón
Myndband Víkurfrétta með þeim Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur og Brynjari Leifssyni í hljómsveitinni Of Monsters and Men, þar sem þau fluttu tökulagið Kids með hljómsveitinni MGMT, er að nálgast kvartmilljón áhorf frá því í janúar. Aðeins vantar tæplega 4000 áhorfendur upp á að þeir verði 250.000 talsins.
Myndbandið er það vinsælasta í Sjónvarpi Víkurfrétta á þessu ári en Víkurfréttir halda úti sérstakri rás á YouTube fyrir sjónvarpsefni sitt.