Þriðjudagur 6. apríl 2010 kl. 18:27

Töff troðsla hjá Herði salt í sár Njarðvíkinga

Keflvíkingar tóku forystuna í undanúrslitaviðureigninni við Njarðvík í Iceland Express deildinni í körfubolta í Toyota höllinni í Keflavík í kvöld. Eftir mjög jafnan leik höfðu heimamenn betur. Lokatölur urðu 89-78 en í hálfleik var Keflavík yfir 44-42.

Fréttamenn VF voru með sjónvarpsmyndavélina og tók saman frétt um málið með viðtölum við leikmenn í lokin.

Glæsikarfa Harðar Axel Vihjálmssonar sést hér í fréttinni þar sem hann svífur upp að körfunni og treður eftir sendingu frá Draelon Burns.