Tjaldur á eggjum í Útskálakirkjugarði - video
Tjaldur liggur nú á eggjum í Útskálakirkjugarði. Tjaldurinn hefur gert sér hreiður í fallegu leiði í kirkjugarðinum og verpt þar þremur eggjum.
Víkurfréttir komu fyrir myndavél við leiðið síðdegis í gær og tóku upp meðfylgjandi myndskeið.
Það er ósk okkar að fólk veiti tjaldinum það svigrúm sem hann þarf til að koma ungum á legg og sé því ekki að ónáða fuglinn frekar.