Til allra átta á þemadögum í FS
Þemadagar Fjölbrautaskóla Suðurnesja fóru fram á dögunum en yfirskrift þeirra var „til allra átta“. Þemadagarnir voru með svipuðu sniði og undanfarin ár og áhersla lögð á að fólk gæti tekið þátt og skoðað sem flest.
Sjónvarp Víkurfrétta kíkti í FS og tók saman meðfylgjandi innslag sem birt var í Suðurnesjamagasíni í síðustu viku. Innslagið er í spilaranum hér að ofan.