Þynnkuborgarar á Brautarnesti
– sjoppumenning í Sjónvarpi Víkurfrétta
Brautarnesti við Hringbraut í Keflavík er elsta starfandi sjoppa bæjarins og örugglega ein sú elsta á landinu. Þar er iðandi mannlíf frá því opnað er að morgni og þar til skellt er í lás seint á kvöldin.
Þynnkuborgarinn er vinsæll eftir skrall næturinnar en beikonborgarar beint frá býli eru það vinsælasta á grillinu.
Sjónvarp Víkurfrétta heimsótti Brautarnesti og kynnti sér sjoppumenninguna sem þar ríkir.