Þúsundir á föstudagstónleikum Ljósanætur
Þúsundir voru á föstudagstónleikum Ljósanætur sem lauk nú á ellefta tímanum í kvöld á hátíðarsviðinu við Ægisgötu í Keflavík. Fjölmargar hljómsveitir komu fram í kvöld en hljómsveitin Of Monsters and Men var klárlega hápunktur kvöldsins og þegar hún flutti lagið Little Talks ætlaði allt um koll að keyra, enda lagið eitt það vinsælasta á Íslandi í dag.
Ljósmyndari Víkurfrétta var með myndavélina á lofti við hátíðarsviðið í kvöld og er mynda frá kvöldinu að vænta hér á vf.is. Þangað til geta lesendur síðunnar séð og heyrt þetta vinsæla tóndæmi frá kvöldinu í flutningi Of Monsters and Men.
Upptakan fór fram á Nokia N8 snjallsíma.