Þurfum að mæta tilbúin til leiks segir þjálfari Njarðvíkinga
Sverrir Þór Sverrisson var nokkuð sáttur með að hafa landað sigri gegn Haukum í fyrsta leik lokaúrslita í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar unnu 75-73 eftir að Haukar höfðu haft yfirhöndina allt frá upphafi. Sverris sagði í spjalli við Víkurfréttir að svona spilamennska væri ekki ásættanleg í lokaúrslitum þó svo að sigurinn hafi komið að lokum.