Þrettán ára listamaður
Sýning á tréskurðarverkum hins þrettán ára gamla Benedikts Mána stendur nú yfir í Bókasafni Reykjanesbæjar, en Benedikt hefur einungis fengist við tréskurð í eitt ár og hefur náð ótrúlegri færni stuttum tíma.
Benedikt Máni er einhverfur en hann segir það að skera út eitt það skemmtilegasta sem hann geri og er það hans helsta áhugamál um þessar mundir. Víkurfréttir hittu Benedikt á Bókasafni Reykjanesbæjar og spurðu hann aðeins út í sýninguna og tréskurðinn.