Laugardagur 22. maí 2010 kl. 10:40

Þorsteinn: Sameining sveitarfélaga stærsta málið

Sameining sveitarfélaga undir merki Reykjanesbæjar er stærsta málið á ferli Þorsteins Erlingssonar í sveitarstjórnarmálum. Hann segir sameininguna hafa verið besta málið sem þessi sveitarfélög hafi gert og hann er á því að Reykjanesbær sé kraftmikið sveitarfélag. Þorsteinn er einn þeirra átta bæjarfulltrúa sem hætta í bæjarstjórninni við sveitarstjórnarkosningarnar um komandi helgi.
Þorsteinn er ánægður með þá uppbyggingu sem er að eiga sér stað í Helguvík og bendir á að þar sé Reykjanesbær að koma upp stórskipahöfn sem sé sú eina á Suðurnesjum og í kjördæminu öllu. Aðspurður um stærsta kosningamálið segir hann að það sé álverið og spurður um skemmtilega uppákomu á ferlinum, þá hafi hann fengið símhringingu heim til sín eitt hádegið þar sem hann var að borða pulsu. „Hann bað þann sem hringdi að leyfa sér að klára pulsuna áður en hann tók við skömmum fyrir Sjálfstæðisflokkinn.