Þorrinn á Réttinum
Bóndadagurinn er í dag og markar upphaf Þorra og þá borða Íslendingar þorramat, súra hrútspunga, svið og íslenskan gamaldags mat. Á Suðurnesjum hafa nokkur þúsund manns sótt vinsæl þorrablót undanfarin ár. Þau verða hvergi núna en líkalega verða nokkur miklu minni í heimahúsum. Einn þeirra sem þarf að hjálpa til í því er Magnús Þórisson matreiðslumeistari og hans fólk á Réttinum í Keflavík. Hann setti þorramat í trog og tók á móti sjónvarpsmönnum með súrum pungum.