Þóra: Suðurnesjamenn taki á vandamálum með jákvæðni og bjartsýni
Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi segir þau áföll sem riðu yfir Suðurnes, annars vegar þegar varnarliðið fór og hins vegar efnahagshrunið, brenna á fólki sem hún hittir á ferð sinni um Suðurnes þar sem hún hefur verið að kynna framboð sitt til forseta Íslands.
Þóra segir að heimsókn sín til Suðurnesja hafi verið ofboðslega skemmtileg og hún meti stöðu sína einnig góða og mikill kraftur sé í hennar fólki. Þóra segir það forréttindi að fá að ferðast um landið og ræða við fólk. Hún vill að Suðurnesjamenn horfi til framtíðar, taki á vandamálum af ákveðni og festu en einnig af jákvæðni og bjartsýni.
Ítarlegt viðtal við Þóru er hér að neðan.