Þriðjudagur 17. maí 2011 kl. 01:05

Þjálfari Grindavíkur: Ekki sáttur við tapið í kvöld

„Ég er ekki sáttur við að tapa leiknum. Mér fannst fyrri hálfleikurinn fínn. Við fáum tvö eða þrjú úrvals færi,“ segir Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn við Keflavík í kvöld í Pepsi-deild karla. Þjálfarinn er sammála fyrirliða sínum um að Keflvíkingar hafi náð að klára sín færi en Grindavík ekki. Sjá nánar í meðfylgjandi myndskeiði frá Sjónvarpi Víkurfrétta.