Þingkonan og bernskubrek í Sandgerði í Suðurnesjamagasíni vikunnar
Elva Dögg Sigurðardóttir varð óvænt þingkona fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi. Hún leysir Guðbrand Einarsson af sem er í sjúkraleyfi. Elva er í námi í Danmörku en skellti sér heim til að taka sæti á Alþingi við Austurvöll. Páll Ketilsson heimsótti þingkonuna ungu í Alþingishúsið í vikunni.
Við förum einnig á sagnastund á Garðskaga og heyrum af bernskubrekum og minningum þriggja sögumanna úr Sandgerði.
Suðurnesjamagasín er í spilaranum hér að ofan.