Þetta var þolinmæðisverk
- Willum Þór Þórsson
Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur sagði að leik loknum að sínir menn hafi átt erfitt með að skapa sér pláss og færi en með öguðum leik og þolinmæði hafi þetta tekist. Grindvíkingarnir hafi komið þeim á óvart með fimm manna varnarlínu, miklum aga og vinnusemi.
Willum var vel stefndur fyrir toppslaginn á fimmtudaginn gegn Fylki en sagðist þó alveg vera rólegur þar sem það væri nú bara þriðja umferð og nóg eftir af tímabilinu.