Þetta sögðu sigurglaðar Keflavíkurstúlkur í leikslok
Keflavíkurstúlkur eiga erfitt með að muna hvað þær hafa unnið marga Íslandsmeistaratitla í körfuknattleik. Þetta er niðurstaðan eftir viðtöl kvöldsins. Í meðfylgjandi myndskeiði eru viðtöl við þær Birnu Ingibjörgu Valgarðsdóttur, Pálínu Gunnlaugsdóttur og Bryndísi Guðmundsdóttur sem voru að vonum glaðar með 3-0 sigur á Njarðvíkurstúlkum í úrslitum Iceland Express-deildar kvenna í körfuknattleik.