Þetta sagði Þorleifur í Þorlákshöfn
Grindvíkingar eru komnir í 2-0 í einvígi sínu gegn Þór um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Þeir unnu frækinn útisigur á nýliðunum með 15 stiga mun, 64-79, í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Grindvíkingar léku venju samkvæmt gríðarlega öflugan varnaleik og héldu helstu sóknarleikmönnum Þórsara í skefjum. Í meðfylgjandi myndbandi er viðtal við Þorleif Ólafsson, sem skoraði 16 stig fyrir Grindvíkinga í gærkvöldi.