Laugardagur 31. desember 2011 kl. 22:23

Þetta sagði Íþróttamaður Reykjanesbæjar í dag

Pálína María Gunnlaugsdóttir, körfuknattleikskona úr Keflavík var kjörinn Íþróttamaður ársins í Reykjanesbæ í dag en athöfnin fór fram í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur.

Pálína sem einnig er Íþróttamaður Keflavíkur náði einstökum árangri á árinu 2011 en hún var besti maður meistaraflokks kvenna sem var bæði Íslands- og bikarmeistari í vor.

Pálína var í viðtali við Víkurfréttir eftir athöfnina en viðtalið má sjá hér í Sjónvarpi Víkurfrétta.