Sunnudagur 2. mars 2014 kl. 16:59

„Þetta er sterk niðurstaða“

– Árni Sigfússon í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta

Árni Sigfússon er sigurvegari í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og skipar oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ í bæjarstjórnarkosningum í vor. Sjónvarp Víkurfrétta tók hús á Árna eftir að niðurstöður prófkjörsins voru ljósar. Þá eru einnig fyrstu viðbrögð Gunnars Þórarinssonar  birt, en Gunnar fór fram gegn Árna í fyrsta sætið. Gunnar hafnaði í 5. sæti.