Föstudagur 31. ágúst 2018 kl. 11:36

Thelma sýnir drossíur frá Silver Cross á Ljósanótt

- saga Silver Cross barnavagna hér á landi. Flestir vagnar á Suðurnesjum

Sýningin „Silver Cross, svo miklar drossíur“ opnaði í Stofunni í Bryggjuhúsi Duus safnahúsa síðdegis í gær. Sýningin er samstarfsverkefni Byggðasafns Reykjanesbæjar og Thelmu Björgvinsdóttur og fjallar um sögu Silver Cross barnavagna hér á landi, en Thelma hefur rannsakað þá sögu.
 
Suðurnesjamagasín Víkurfrétta tók hús á Thelmu þegar hún var að setja upp sýninguna nú í vikunni. Hún er þjóðfræðinemi og er að vinna BA ritgerði í háskólanámi sínu um Silver Cross vagnana. Hún hefur tekið viðtöl við nokkrar konur og þar kemur m.a. fram að hæsta hlutfalla Silver Cross vagna á landinu virðist hafa verið í Keflavík og á Suðurnesjum, í Vestmannaeyjum og á Ísairði. Í raun alls staðar þar sem verið var að sigla með fisk.
 
Innslagið er í spilaranum hér að ofan.
 
Sýningin stendur til 4. nóvember n.k. og verður opin daglega frá kl. 12 - 17.