Fimmtudagur 31. janúar 2019 kl. 20:30

The Retreat at Blue Lagoon og HS Orka í Suðurnesjamagasíni

The Retreat at Blue Lagoon er nýtt lúxushótel sem opnaði síðasta vor. Myndir frá hótelinu hafa ekki áður verið birtar í íslenskum fjölmiðli og eru Víkurfréttir fyrsti innlendi miðillinn sem fær að skoða hótelið og magnað umhverfi þess. Við skoðum The Retreat í Suðurnesjamagasíni að þessu sinni.
 
Frá Bláa lóninu, stærsta fyrirtækinu í Auðlindagarðinum á Reykjanesi, förum við yfir í lykilaðilann í þessum magnaða garði en það er auðvitað HS Orka. Orkufyrirtækið HS Orka rekur tvær jarðvarmavirkjanir, í Svartsengi og Reykjanesvirkjun sem er skammt frá Reykjanesvita. HS Orka er eitt stærsta orkufyrirtæki landsins. Við hittum Ásgeir Margerisson, forstjóra og spurðum hann fyrst út í tímabundna erfiðleika í orkuvinnslu á Reykjanesi og ræddum ýmis önnur mál við hann. Við höldum einnig áfram í næstu viku með viðtalið við Ásgeir.
 
Suðurnesjamagasín er vikulegur þáttur úr smiðju Sjónvarps Víkurfrétta en þátturinn er frumsýndur á fimmtudagskvöldum á Hringbraut og vf.is kl. 20:30. Þáttinn má einnig sjá á kapalsjónvarpinu í Reykjanesbæ og á Youtube-rás Sjónvarps Víkurfrétta.