„Þarna skapast sóknarfæri fyrir Íslendinga,“ segir Árni Sigfússon
Árni Sigfússon telur það vera afar áhugavert að Reykjanesbær sé risið fyrsta gagnaverið í heiminum sem eingöngu sé knúið áfram á grænni orku og að með þessu sé mikið sóknarfæri að skapast á Íslandi. „Þetta byrjar á gagnarverinu en menn eru að vonast til þess að út frá því skapist fleiri störf og að hingað komi jafnvel önnur fyrirtæki sem tengjast starfsemi gagnaversins,“ sagði Árni m.a. í viðtali við Víkurfréttir í gær þegar Verne Global gangaverið var formlega opnað við hátíðlega athöfn í Víkingaheimum í Reykjanesbæ. Viðtalið má sjá hér að ofan.