Þarf baráttu og dugnað til að standast ágjöfina frá FH
„Mér fannst leikur vera í jafnvægi í fyrri hálfleik og liðin vildu vinna sig inn í leikinn. Mér fannst möguleikar okkar liggja í fyrri hálfleiknum. Við áttum tvisvar, þrisvar möguleika á að láta ákveðna hluti ganga upp sóknarlega, þar sem vantaði herslumun. Fyrstu 25 mínúturnar í seinni hálfleik taka þeir eiginlega yfir leikinn,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, m.a. í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta sem má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Hann sagði einnig að standast ágjöfina á móti FH, þá þurfi baráttu og dugnað og það hafi Keflavík gert.