Mánudagur 12. febrúar 2024 kl. 13:40

Þarf að hafa heildarsýn sem tekur mið af þeirri náttúruvá sem við getum reiknað með

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur í morgun verið að heimsækja sveitarfélögin á Suðurnesjum, þar sem hún hefur rætt við ráðamenn um þá stöðu sem nú er uppi í kjölfar heitavatnsleysis sem varð þegar hraunstraumur frá eldgosinu rauf heitavatnslögn sl. fimmtudag.

Katrín hóf morguninn á fundi í Suðurnesjabæ. Þaðan fór hún til fundar í Reykjanesbæ. Áður en haldið var í Sveitarfélagið Voga kom hún við í aðgerðastjórn almannavarna á slökkvistöðinni í Reykjanesbæ. Katrín fer svo og skoðar bráðabirgðalögnina sem lögð hefur verið yfir hraunið við orkuverið í Svartsengi. Áður en hún fór til Grindavíkur fundaði hún með HS Veitum og fundar svo með HS Orku í Svartsengi.

„Það er þannig að orkumálin eru efst á baugi hjá öllum. Við þurfum að móta heildarsýn fyrir þetta svæði. Það er vinna farin af stað hér og þar um þau mál en það þarf að hafa heildarsýn sem tekur mið af þeirri náttúruvá sem við getum reiknað með á komandi misserum og árum.“

Viðtalið við Katrínu má horfa á spilaranum hér að ofan.


Forsætisráðherra heimsótti aðgerðastjórn almannavarna á slökkvistöðinni í Reykjanesbæ.