Þangálfar og flugásar
– í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta
Nýjasti þáttur Sjónvarps Víkurfrétta er á flugtengdum nótum. Flugvélar af öllum stærðum og gerðum eru í þætti vikunnar.
Við hefjum þáttinn í Reykjaneshöllinni þar sem flugmódeláhugamenn hafa haft vetursetu síðustu ár. Þar koma þeir saman einu sinni í viku til að fljúga flugmódelum innanhúss.
Frá Reykjaneshöllinni förum við með norðurljósavél Icelandair til Birmingham en nýlega hófust áætlunarferðir á milli Keflavíkurflugvallar og Birmingham, næst stærstu borgar Bretlandseyja. Við tökum einnig hús á Wow flugfélaginu sem er byrjað að fljúga til Bandaríkjanna. Fyrsta ferðin til Boston var farin á dögunum og við vorum við brottfararhliðið.
Í Sandgerði hefur verið settur upp heimum þangálfanna. Við kíktum á þessa skemmtilegu álfa og heyrðum sögu þeirra.
Í Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram sjöunda starfshlaupið fyrir páska. Myndatökumaður Víkurfrétta fangaði stemmninguna.
Þátturinn er kominn í háskerpu á vef Víkurfrétta. Þeir sem vilja frekar horfa á hann í sjónvarpi, þá er þátturinn á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21:30 og endursýndur á tveggja tíma fresti í sólarhring.