Það þýðir ekkert að fara grenja núna
- Grétar Ólafur Hjartarson
Grétar Ólafur Hjartarson leikmaður Grindavíkur sagði að þessi leikur hefði getað dottið báðu megin en að sjálfsögðu var hann ósáttur með tapið. Hann var þó bjartsýnn fyrir komandi tímabil "það þýðir ekkert að fara grenja núna, það er nægur tími til að laga þetta." Leikurinn gegn fram leggst vel í hann, þeim hafi alltaf gengið vel á móti Fram og því geti hann varla beðið eftir fimmtudeginum.