Tækifærin á Suðurnesjum eru gríðarleg
- segir Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri Wowair
„Ég geng svo langt að segja að þið eruð sætasta stelpan á ballinu þegar kemur að þessari ferðamannasprengju sem hefur orðið,“ segir Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri Wow air þegar hann ræddi um þá möguleika sem eru framundan á Suðurnesjum. Skúli var meðal fyrirlesara á fundi um atvinnu- og menntamál sem Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, stóð fyrir í hádeginu.
Skúli segir að það sem hann hafi lagt áherslu á sé rétt að byrja. „Þá held ég að tækifærin hér á Suðurnesjum eru gríðarleg og af öllum toga, hvort sem það er það sem við köllum hefðbundin ferðaþjónusta og líka þjónusta í kringum flugvöllinn og þá uppbyggingu alla“.
Í spilaranum hér að neðan er stutt brot af viðtali sem Páll Ketilsson ritstjóri Víkurfrétta tók við Skúla eftir fundinn í dag. Nánar síðar.