Sunnudagur 15. nóvember 2015 kl. 09:00

Syntu tæpa 234 kílómetra fyrir Ólavíu Margréti

Krakkarnir í sunddeild UMFG höfðu safnað áheitum til að leggja góðu málefni lið. Þau ákváðu að styðja og styrkja Ólavíu Margréti Óladóttir sem er lítil stelpa frá Grindavík sem er með krabbamein í augum.

„Ólavía Margrét fæddist í júní sl. og er þegar búin að fara í nokkrar aðgerðir til að reyna að bjarga augunum hennar. Foreldrar hennar eru ungt og efnilegt fólk en því miður leggst mikill kostnaður á fólk sem stendur í svona erfiðum málum og það er okkar kæru vinir að hjálpa sundkrökkunum að safna fé fyrir þetta góða fólk og taka vel undir kallið frá sundfólkinu okkar," sagði í tilkynningu frá grindvíska sundfólkinu fyrir áheitasundið.

Í meðfylgjandi innslagi sem Sjónvarp Víkurfrétta gerði er fjallað um áheitasundið og rætt við sundþjálfara í Grindavík.