Sýning um Jamestown-strandið sett upp í Reykjanesbæ
— Suðurnesjamagasín skoðaði sýninguna
Þann 26. júní árið 1881 rak gríðarlega stórt seglskip á land í Höfnum. Skipið Jamestown var með stærstu skipum á 19.öld og var á leið frá Boston með mikinn timburfarm sem nota átti undir járnbrautateina í Bretlandi.
Allt þetta eðaltimbur kom sér einkar vel fyrir fólkið af svæðinu en mikið af því var selt og nýtt til húsasmíða.
Viðurinn lifir ekki bara í húsakynnum heldur einnig í tónlistarflutningi hér á landi. Hljóðfærasmiðurinn Jón Marinó, fæddur og uppalinn Keflvíkingur, hefur smíðað þó nokkuð af hljóðfærum. Hann notar ávallt viðarbút frá Jamestown farminum sem honum áskotnaðist og setur bassabjálka og sálir í öll strokhljóðfæri sem hann býr til.
Sýning um Jamestown strandið hefur nú verið sett upp í bókasafni Reykjanesbæjar. Við kíktum á sýninguna og ræddum við Önnu Margréti Ólafsdóttur verkefnisstjóra um sýninguna.