Svona voru aðstæður á brunastað í nótt - video
Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja þurftu að glíma við erfiðar aðstæður á brunastað við Bolafót í Njarðvík í nótt. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði sem Hilmar Bragi tók á vettvangi í nótt var bálhvasst og því magnaðist eldurinn hratt.
Slökkvistarfi lauk kl. 05 í morgun og þá var allt brunnið sem brunnið gat.