Sunnudagur 10. apríl 2011 kl. 20:52

Svona var veðurofsinn á Keflavíkurflugvelli síðdegis - heyrið öskrið í vindinum

Það var mikill veðurofsi á Keflavíkurflugvelli síðdegis sem varð þess valdandi að um tugur flugvéla komst ekki upp að flugstöðinni og þurftu um 1000 farþegar að bíða í flugvélunum tímunum saman. Það var ekki fyrr en nú á áttunda tímanum í kvöld að fyrstu vélarnar fengu að fara upp að flugstöðinni og farþegar fengu að ganga frá borði.
Myndatökumaður Víkurfrétta fangaði veðrið við Leifsstöð bæði í hljóð og mynd sem sjá má og heyra í meðfylgjandi myndskeiði í Sjónvarpi Víkurfrétta.