Svona var stuðið og stemmningin hjá Íslandsmeisturum Keflavíkur
Það var mikið fjör hjá Keflavíkurstúlkum í gærkvöldi þegar þær tóku við sigurlaununum fyrir sigur á Íslandsmótinu í körfuknattleik kvenna, Iceland Express-deildinni. Meðfylgjandi myndskeið var tekið upp í Toyota-höllinni í Keflavík í gærkvöldi þegar bikarinn fór á loft og flugeldum var skotið til himins til að fagna ótrúlegum árangri Keflavíkurstúlkna.