Svona var lífið í Garði
Í Garði rekur Guðmundur Magnússon lítið kvikmyndagerðarfyrirtæki sem heitir Steinbogi. Guðmundur hefur verið duglegur við ýmiskonar heimildaöflun í sveitarfélaginu og hefur tekið viðtöl við fjölmarga einstaklinga um lífið í Garðinum fyrr á árum.
Á vef Sveitarfélagsins Garðs hefur m.a. verið birt myndskeið sem kallast „Minningarbrot vikunnar“. Þar er rætt við Eggert Gíslason skipstjóra frá Kothúsum í Garði. Þar segir hann frá sínum kynnum af Pétri Jónssyni eða "Litla Pétri" eins og hann var kallaður. Pétur var virtur bátaformaður í Garðinum á tímum opnu skipanna. Réri tildæmis hjá Milljónafélaginu, sem var með útibú í Gerðum í Garði á árunu 1907-1914.