Svipmyndir og viðtöl úr háspennuleiknum
Svipmyndir úr hápsennuleik Njarðvíkur og Keflavíkur í Iceland Express deild karla í körfuknattleik eru komnar í Sjónvarp Víkurfrétta.
Njarðvíkingar styrktu stöðu sína í baráttu um sæti í úrslitum Iceland Express deildarinnar þegar þeir lögðu granna sína úr Keflavík í æsispennandi og mjög skemmtilegum leik í Ljónagryfjunni í gærkvöldi.
Lokatölur urðu 95-93 en Keflavík leiddi í hálfleik með 9 stiga mun.
Páll Ketilsson og Páll Orri Pálsson tóku saman meðfylgjandi myndband í gærkvöldi.